Frakkland mætir Bandaríkjunum báðum megin

Frönsku landsliðskonurnar Gabby Williams og Marine Johannes faðmast.
Frönsku landsliðskonurnar Gabby Williams og Marine Johannes faðmast. AFP/Aris Messinis

Frakkland er komið í úrslitaleikinn í körfubolta kvenna á Ólympíuleikunum í París eftir sigur á Belgíu, 81:75, eftir framlengdan leik í kvöld. 

Frakkland mætir þar með Bandaríkjunum í úrslitaleiknum, en það eru einmitt einnig úrslitin karlamegin. 

Belgía mætir Ástralíu í bronsleiknum. 

Belgía var sterkari í fyrri hálfleik en í þeim seinni var franska liðið sterkara. Liðin skildu jöfn, 66:66, að lok venjulegum leiktíma og því þurfti framlengingu. 

Þar var franska liðið mun sterkara, vann hana 15:9, og er komið í úrslitaleikinn. 

Gabby Williams skoraði 18 stig fyrir Frakkland en Emma Meesseman skoraði 19 fyrir Belgíu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert