Norður-Ameríka hirti gullin í boðhlaupi

Ólympíumeistarar Bandaríkjanna.
Ólympíumeistarar Bandaríkjanna. AFP/Martin Bernetti

Sveit Bandaríkjanna varð ólympíumeistari í 400 metra boðhlaupi kvenna á Stade de France í París í dag. 

Sha'Carri Richardson var síðust og kom í mark á tímanum 41,78 sekúndur. Með henni í sveit eru Mellissa Jefferson, Twanisha Terry og Gabrielle Thomas.

Sveit Bretlands hafnaði í öðru sæti en Daryll Neita kom í mark á tímanum 41,85 sekúndur. 

Sveit Þýskalands var síðan þriðja á tímanum 41,97 sekúndur. 

Kanada vann karlamegin

Sveit Kanada kom þá fyrst í mark í 400 metra boðhlaupi karla og er ólympíumeistari á tímanum 37,50 sekúndur. 

í sveitinni eru Aaron Brown, Jerome Blake, Brendon Rodney og Andre De Grasse. 

Í öðru sæti var Suður-Afríka á tímanum 37,57 sekúndur og í þriðja sæti varð Bretland á tímanum 37,61 sekúnda. 

Ólympíumeistarar Kanada.
Ólympíumeistarar Kanada. AFP/Martin Bernetti
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert