Þýskaland vann bronsverðlaun

Þjóðverjar að fagna markinu sem Giulia Gwinn skoraði í dag.
Þjóðverjar að fagna markinu sem Giulia Gwinn skoraði í dag. AFP/Oliver Chassignole

Þýskaland hafði betur gegn Spáni, 1:0, í bronsleik kvenna í fótbolta á Ólympíuleikunum í París á leikvangi Lyon í dag.

Giulia Gwinn skoraði sigurmark Þýskalands úr vítaspyrnu á 64. mínútu eftir að markmaðurinn Catalina Coll braut á Gwinn sem fór sjálf á punktinn og skoraði.

Spánn fékk gullið tækifæri til þess að jafna á níundu mínútu uppbótartímans þegar Janina Minge braut á Lucia Garcia inni í vítateig. Alexia Putella steig á punktinn en Ann-Katrin Berger varði frá henni.

 Á morgun er úrslitaleikur Ólympíuleikanna en þar mætast Brasilía og Bandaríkin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert