Bandaríkin Ólympíumeistarar í fimmta sinn

Leikmenn að fagna sigurmarkinu hjá Mallory Swanson í dag.
Leikmenn að fagna sigurmarkinu hjá Mallory Swanson í dag. AFP/Jack Guez

Bandaríkin höfðu betur gegn Brasilíu, 1:0, í úrslitaleik kvenna í fótbolta á Ólympíuleikunum í París í dag. Liðið vann alla sex leiki sína á mótinu.

Mallory Swanson skoraði sigurmark leiksins á 57. mínútu, hún fékk sendingu í gegn og setti boltann í netið. Liðsfélagi hennar var rangstæð en VAR ,myndbandsdómarateymið sagði hana ekki hafa áhrif á leikinn og markið stóð.

Mallory Swanson að fagna markinu.
Mallory Swanson að fagna markinu. AFP/Franck Fife

Alyssa Naeher átti frábæran leik fyrir bandaríska liðið og nokkrar mikilvægar vörslur, þar á meðal á fjórðu mínútu uppbótartímans þegar hún varði fastan skalla frá Adriana Leal.

Þetta var áttundi úrslitaleikur Bandaríkjanna á Ólympíuleikunum og liðið hefur sigrað fimm þeirra.

Næsti leikur Ólympíumeistaranna er gegn Íslandi 24. október.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert