Bandaríkjamenn bestir í boðhlaupi

Bandaríku sveitirnar eftir hlaupin í dag.
Bandaríku sveitirnar eftir hlaupin í dag. AFP/Antonin Thuillier

Sveitir Bandaríkjanna í 4x400 metra boðhlaupi karla og kvenna unnu til gullverðlauna á Ólympíuleikunum í París í dag.

Bandarísku konurnar leiddu allan tímann en þær Shamier Little, Sydney McLaughlin-Levrone, Gabrielle Thomas og Alexis Holmes kepptu fyrirr Bandaríkin og komu í mark á tímanum 3:15,27. Í öðru sæti voru Holendingarnir Lieke Klaver, Cathelijn Peeters, Lisanne de Witte og Femke Bol á tímanum3:19,50 og þriðjar voru þær Victoria Ohuruogu, Laviai Nielsen, Nicole Yeargin og Amber Anning sem kepptu fyrri Bretlands hönd.

Gabrielle Thomas, Sydney Mclaughlin-Levrone, Alexis Holmes og Shamier Little eftir …
Gabrielle Thomas, Sydney Mclaughlin-Levrone, Alexis Holmes og Shamier Little eftir hlaupið. AFP/ Anne-Christine Poujoulat

Christopher Bailey, Vernon Norwood, Bryce Deadmon og Rai Benjamin mynda sveit karla hjá Bandaríkjunum og þeir komu í mark á 2:54,43. Sveit Botsvana sem samstendur af Ndori Bayapo, Busang Collen Kebinatshipi, Anthony Pesela og Letsile Tebogo lentu í öðru sæti á tímanum 2:54,53 og Bretar voru í þriðja sæti á tímanum 2:55,83 en Alex Haydock-Wilson, Matthew Hudson-Smith, Lewis Davey og Charles Dobson kepptu fyrir hönd Bretlands.

Bryce Deadmon, Quincy Hall, Vernon Norwood og Christopher Bailey eftir …
Bryce Deadmon, Quincy Hall, Vernon Norwood og Christopher Bailey eftir hlaupið. AFP/Krilli Kudryavtsev

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert