Sveitir Bandaríkjanna í 4x400 metra boðhlaupi karla og kvenna unnu til gullverðlauna á Ólympíuleikunum í París í dag.
Bandarísku konurnar leiddu allan tímann en þær Shamier Little, Sydney McLaughlin-Levrone, Gabrielle Thomas og Alexis Holmes kepptu fyrirr Bandaríkin og komu í mark á tímanum 3:15,27. Í öðru sæti voru Holendingarnir Lieke Klaver, Cathelijn Peeters, Lisanne de Witte og Femke Bol á tímanum3:19,50 og þriðjar voru þær Victoria Ohuruogu, Laviai Nielsen, Nicole Yeargin og Amber Anning sem kepptu fyrri Bretlands hönd.
Christopher Bailey, Vernon Norwood, Bryce Deadmon og Rai Benjamin mynda sveit karla hjá Bandaríkjunum og þeir komu í mark á 2:54,43. Sveit Botsvana sem samstendur af Ndori Bayapo, Busang Collen Kebinatshipi, Anthony Pesela og Letsile Tebogo lentu í öðru sæti á tímanum 2:54,53 og Bretar voru í þriðja sæti á tímanum 2:55,83 en Alex Haydock-Wilson, Matthew Hudson-Smith, Lewis Davey og Charles Dobson kepptu fyrir hönd Bretlands.