Mikil spenna í úrslitum á ÓL

Marco Arop og Emmanuel Wanyonyi í hlaupinu í dag.
Marco Arop og Emmanuel Wanyonyi í hlaupinu í dag. AFP/Jewel Samad

Mikil spenna var í hástökki karla og öðrum greinum í frjálsum íþróttum á Ólympíuleikunum í París í dag en keppt var til úrslita í níu greinum.

Hamish Kerr er Ólympíumeistari í hástökki eftir spennandi keppni en hann stökk 2,36 metra, jafn mikið og silfurverðlaunahafinn Shelby McEwen frá Bandaríkjunum. Þeir voru jafnir en kepptu um gullið og Kerr fór yfir 2,34 í fyrstu tilraun en það heppnaðist ekki hjá McEwen.  Mutaz Essa var í þriðja sæti en hann stökk 2,34 metra.

Emmanuel Wanyonyi frá Kenýa kom í mark á 1:41,19,  sekúndubroti á undan Marco Arop frá Kanada, í 800 metra hlaupi karla í úrslitum. Djamel Sedhati frá Algeru var í þriðja sæti á 1:41,50.

Harakua Kitaguchu frá Japan vann Ólympíugullið í spjótkasti kvenna en hún kastaði 65,80 metra. Jo-Ane van Dyk frá Suður Afríku var í öðru sæti með kast upp á 63,93 metra og Nikola Ogrodnikova frá Tékklandi var í þriðja en hún kastaði 63,68 metra.

Masai Russel kom fyrst í mark í 100 metra grindahlaupi kvenna en hún hljóp á 12,33. Cyrena Samba-Mayela kom önnur á 12,34 og Jasmine Camacho-Quinn þriðja á 12,36.

Jakob Ingebrigten vann 5000 metra hlaup karla eftir svekkjandi keppni hjá honum í 1500 metra hlaupinu á dögunum. Jakob hljóp á 13:14,66 en annar í mark var Ronald Kwemoi frá Kenýa og þriðji var Grant Fisher á 13:15,13.

Faith Kipyegon er Ólympíumeistari í 1500 metra hlaupi kvenna en hún hljóp á 3:51,29. Önnur í mark var Jessica Hull frá Ástralíu á 3:52,56 og þriðja var breska Georgia Bell á 3:52,61.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert