Nýsjálendingur Ólympíumeistari í golfi

Lydia Ko bar sigur úr býtum í dag.
Lydia Ko bar sigur úr býtum í dag. AFP/Emmanuel Dunand

Nýsjálendingurinn Lydia Ko er Ólympíumeistari í golfi á Ólympíuleikunum í París í dag. Ko lauk leik á 10 höggum undir pari en hún lék á 71 höggi í dag. 

Þetta eru þriðju verðlaun hennar á Ólympíuleikunum en hún vann silfur í Ríó árið 2016 og bronsverðlaun í Tókýó árið 2021.  

Þýski kylfingurinn Esther Henseleit tók silfrið en hún endaði á 8 höggum undir pari og hin kínverska Xiyu Lin vann brons en hún endaði á 7 höggum undir pari.  

Gullverðlaunin í dag tryggðu Ko sæti í frægðarhöll LPGA en hún er aðeins 27 ára gömul. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert