Anton: Einstakt samband myndast

Anton Sveinn McKee.
Anton Sveinn McKee. Kristinn Magnússon

Anton Sveinn McKee og Mexíkóinn Miguel de Lara föðmuðust vel og innilega eftir undanúrslit í 200 metra bringusundi á Ólympíuleikunum í París áður en Anton fór í viðtal við mbl.is.

„Þessi strákur sem ég var að faðma er búinn að vera herbergisfélagi minn til tveggja ára í Bandaríkjunum. Við erum búnir að vera æfingafélagar og keppa í sömu grein. Við höfum lyft hvor öðrum upp á sama tíma og við höfum verið keppinautar í lauginni.

Það hefur einstakt samband myndast með mörgum í þessum keppnum. Það stendur alltaf eftir. Auðvitað er alltaf horft á einhvern árangur og stundum gengur það og stundum ekki en maður reynir að hafa vináttuna,“ sagði Anton.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka