Hver er maðurinn í sundskýlunni? Þetta er spurning sem eflaust einhverjir sem sóttu sundkeppni á Ólympíuleikunum í París spurðu sig þegar þeir sáu mann á sundskýlunum einum klæða hoppa einn ofan í laugina eftir að keppnissundum lauk.
Kristinn Magnússon ljósmyndari mbl.is og Morgunblaðsins á Ólympíuleikunum náði mynd af manninum, vera að gera sig kláran í að stökkva út í laugina.
Er um starfsmann að ræða. Starfsmann sem stekkur ofan í laugina til að sækja aðskotahluti sem sundfólk tapar á leið sinni í lauginni, svo sem sundhettur eða sundgleraugu. Það er maðurinn á sundskýlunni.