Sló Ólympíumetið í maraþoni

Sifan Hassan að koma í mark í morgun.
Sifan Hassan að koma í mark í morgun. AFP/Andrej Isakovic

Hollenska hlaupakonan Sifan Hassan sló Ólympíumetið í maraþonhlaupi kvenna á leikunum í París í morgun.

Þetta voru þriðju verðlaun hennar á leikunum en hún vann bronsið í bæði 5000 og 10000 metra hlaupum

Hún fór hlaupið á tímanum 2:22,55 en hún og Tigst Assefa frá Eþíópíu, sem vann silfrið á tímanum 2:22,58, voru báðar á undan gamla Ólympíumetinu sem var 2:23,07 sem Tiki Gelana átti.

Í þriðja sæti var Hellen Obiri frá Kenía á tímanum 2:23,10 sem er hennar besti tími í maraþoni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert