Svipt bronsinu á ÓL

Jordan Chiles með verðlaunin.
Jordan Chiles með verðlaunin. AFP/Lionel Bonaventure

Bronsverðlaun sem Jordan Chiles fékk á gólfi í úrslitum í fimleikum á Ólympíuleikunum í París hafa verið tekin af henni.

Chiles fékk upphaflega vitlausa einkunn þar sem hún átti að vera með hærri einkunn fyrir erfiðleika. Þjálfarateymið kærði einkunnina og hún var hækkuð um 0,1 sem var nóg til þes að fá þriðja sætið. Kæran kom hinsvegar meira en mínútu eftir að einkunnin var birt og því ekki hægt að taka mark á henni og upphafleg einkunn Chiles, 13,666, mun standa og hún fer niður í fimmta sæti.

Hún var partur af sögulegum verðlaunapalli þegar allar konurnar á palli voru svartar í fyrsta sinn í sögu fimleika á leikunum. 

Alþjóða fimleikasambandið staðfesti að Ana Barbosu frá Rúmeníu fái bronsverðlaunin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert