Fánaberinn veikur á spítala

Sundmaðurinn Daniel Wiffen.
Sundmaðurinn Daniel Wiffen. AFP/Jonathan Nackstrand

Daniel Wiffen átti að vera fánaberi Írlands á lokahátíð Ólympíuleikanna en komst ekki vegna veikinda.

Wiffen er 23 ára gamall sundmaður og keppti í 10 km maraþonsundi karla í Signu síðastliðinn föstudag. Hann fór veikur á spítala og missti því af lokaathöfninni.

Hann er Ólympíumeistari í 800 metra sundi og fékk bronsið í 1500 metra sundi áður en hann keppti í maraþonsundinu þar sem hann lenti í 18. sæti á tímanum 1:57,20.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert