Vésteinn með ómissandi ráð

Vésteinn Hafsteinsson á Stade de France í París.
Vésteinn Hafsteinsson á Stade de France í París. Kristinn Magnússon

Erna Sóley Gunnarsdóttir hafnaði í 20. sæti í kúluvarpi á Ólympíuleikunum í París, en um hennar fyrstu leika var að ræða. Fór keppnin fram á hinum glæsilega Stade de France sem rúmar um 80.000 áhorfendur.

„Ég hef keppt á mjög stórum mótum. Það var eitt mjög stórt í Oregon en ég hef ekki keppt fyrir nálægt því svona marga áður,“ sagði Erna við mbl.is.

Á meðal þeirra sem eru með Ernu í París er Vésteinn Hafsteinsson ÍSÍ og fyrrverandi kastþjálfari í fremstu röð í heiminum.

Erna Sóley Gunnarsdóttir.
Erna Sóley Gunnarsdóttir. Kristinn Magnússon

„Hann er búinn að vera frábær fyrir ÍSÍ og hann berst fyrir því að fá betri aðstæður fyrir íþróttafólk á Íslandi. Það er mikill meðbyr og við íþróttafólk erum mjög spennt fyrir stefnunni sem er komin í gang.

Hann er ekki lengur kastþjálfari en kemur með frábær ráð, sem er ómissandi fyrir íþróttafólk,“ sagði Erna um Véstein.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka