Var svipað há og leikskólakennarinn minn

Erna Sóley Gunnarsdóttir er og hefur ávallt verið hávaxin.
Erna Sóley Gunnarsdóttir er og hefur ávallt verið hávaxin. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kúluvarparinn og ólympíufarinn Erna Sóley Gunnarsdóttir er hávaxin og hefur alltaf verið, en hún er í kringum 190 sentímetra.

„Ég var alltaf stærri en allir, strákarnir líka. Ég var orðin 1,80 þegar ég var svona 12 ára,“ sagði Erna með bros á vör við mbl.is og hélt áfram:

„Ég var svipað há og leikskólakennarinn minn þegar ég útskrifaðist þar. Það eru til myndir sem sýna að kennarinn var ekki mikið stærri en ég,“ sagði hún hlæjandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka