Byrjaði átta ára að dreyma um ÓL

Erna Sóley Gunnarsdóttir á leikunum í París.
Erna Sóley Gunnarsdóttir á leikunum í París. Kristinn Magnússon

Erna Sóley Gunnarsdóttir byrjaði ung að árum að heillast af Ólympíuleikunum, en hún keppti á sínum fyrstu leikum í París í ár er hún hafnaði í 20. sæti í kúluvarpi.

Erna, sem er 24 ára gömul, fagnaði með karlaliðinu í handbolta er það vann til silfurverðlauna í Peking 2008.

„Þetta byrjaði þegar ég horfði á Ólympíuleikana í Peking 2008, þegar ég var átta ára, og það var æðislegt að sjá þá taka silfrið. Þá var maður límdur við skjáinn að horfa á alla Ólympíuleikana. Svo sá ég Ásdísi [Hjálmsdóttur spjótkastara] keppa líka og ég vissi að ég vildi gera þetta í framtíðinni.

Það eru sextán ár síðan og ég hef stefnt að því að komast á Ólympíuleikana síðan. Þegar leikarnir voru í Peking horfði maður á endursýningar á morgnana og hafði mjög gaman að því að horfa,“ sagði hún við mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert