Sé engin næstu skref eins og er

Erna Sóley Gunnarsdóttir ræðir við þjálfara sinn Brek Christensen.
Erna Sóley Gunnarsdóttir ræðir við þjálfara sinn Brek Christensen. Kristinn Magnússon

Erna Sóley Gunnarsdóttir keppti á sínum fyrstu Ólympíuleikum er hún var á meðal þátttakenda í kúluvarpi í París.

Á meðan margir af keppinautum Ernu eru í fullu starfi við að stunda íþróttina er staðan önnur hjá Mosfellingnum.

„Ef ég vil vera á meðal þeirra bestu þarf einbeitingin að vera algjörlega á íþróttinni. Það væri frábært ef ég gæti fengið þannig aðstoð að ég gæti verið í þessu í fullu starfi,“ sagði Erna við mbl.is og hélt áfram.

„Þær sem ég keppi við eru í þessu í fullu starfi á meðan ég þarf að sjá fyrir mér með litlum vinnum. Það væri æðislegt að vita að þegar ég er komin ákveðið framarlega að ég myndi byrja að fá borgað. Eins og er sé ég engin næstu skref. Vonandi kemur það í gegn.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert