Fráhvarfseinkennin munu vara stutt

Paralympics-leikarnir hefjast í lok mánaðarins. Efri röð: Már Gunnarsson, Ingeborg …
Paralympics-leikarnir hefjast í lok mánaðarins. Efri röð: Már Gunnarsson, Ingeborg Eide Garðarsdóttir, Róbert Ísak Jónsson. Neðri röð: Thelma Björg Björnsdóttir, Sonja Sigurðardóttir. Fimm Már Gunnarsson, Ingeborg Eide Garðarsdóttir og Róbert Ísak Jóns son, Thelma Björg Björnsdóttir og Sonja Sigurðardóttir fyri mbl.is/Eggert Jóhannesson

Það er ekki laust við smávægileg fráhvarfseinkenni nú þegar Ólympíuleikunum í París er lokið. Eins og ávallt var um frábæra skemmtun að ræða.

Þrátt fyrir að bakvörður hafi mikinn áhuga á fjöldanum öllum af íþróttum eru ekki nægilega margar klukkustundir í sólarhringnum til þess að fylgjast með þeim öllum svo vel sé.

Þegar Ólympíuleikana ber að garði gefst hins vegar tækifæri til að bæta úr því. Frjálsíþróttir taka mikið pláss í útsendingum í sjónvarpi og eru í sérstöku uppáhaldi.

Aðrar íþróttagreinar á borð við borðtennis, badminton, skotfimi, þríþraut, brimbretti og kanósiglingar eiga hins vegar auðvelt með að fanga athygli manns og soga mann raunar að skjánum.

Íþróttasjúkir þurfa þó ekki að örvænta þótt Ólympíuleikunum sé lokið því Paralympics-leikarnir, sem einnig fara fram í París, hefjast þann 28. ágúst.

Þar mun fremsta íþróttafólk heims sem glímir við fatlanir af einhverju tagi koma saman og láta ljós sitt skína, þar á meðal fimm íslenskir keppendur.

Ljóst er að önnur tæplega tveggja vikna veisla bíður okkar á Paralympics.

Bakvörð Gunnars má lesa í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert