Getur orðið sú besta í heimi

Erna Sóley Gunnarsdóttir við keppni á Ólympíuleikunum í París.
Erna Sóley Gunnarsdóttir við keppni á Ólympíuleikunum í París. mbl.is/Kristinn Magnússon

Erna Sóley Gunnarsdóttir gerði Íslendinga stolta er hún keppti fyrst íslenskra kvenna í kúluvarpi á Ólympíuleikum í París. Næsta mót Ernu eftir leikana var 57. Bikarkeppni FRÍ á Kópavogsvelli um nýliðna helgi. Það hefur verið mikil áskorun fyrir Ernu að keppa á litlu móti á Íslandi fyrir framan fáa áhorfendur eftir veisluna í París.

Erna hafnaði í 20. sæti í París, sem er góður árangur miðað við þann stað sem Erna er á um þessar mundir. Erna er mjög ung miðað við þær bestu í greininni en þau bestu toppa yfirleitt um og eftir þrítugt. Erna er 24 ára.

Það verður spennandi að sjá Ernu í framtíðinni. Vésteinn Hafsteinsson, sem hefur þjálfað ólympíumeistara í kringlukasti og veit meira en flestir um kastgreinar, sagði við ofanritaðan í París að Erna gæti orðið sú besta í heimi.

Hún hefur allt sem þarf líkamlega, er hávaxin og gríðarlega sterk, en þarf aðstoð frá stjórnvöldum til að fá svigrúm til að iðka íþrótt sína eins og atvinnumaður. Hún má ekki sitja eftir í baráttunni við keppinauta sína, eins og fjölmargir íslenskir íþróttamenn hafa þurft að sætta sig við.

Bakvörð Jóhanns má lesa í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert