Ólétt að verðandi ólympíumeistara á pallinum

Noémie Fox fagnar gullverðlaunum sínum í París.
Noémie Fox fagnar gullverðlaunum sínum í París. AFP/Oliver Morin

Myriam Fox-Jerusalmi vann til bronsverðlauna á Ólympíuleikunum í Atlanta 1996 í kanósvigi. Fæstir vissu að sú ástralska var ólétt þegar hún tók við medalíunni eftir keppnina.

Nokkrum mánuðum síðar fæddi hún dótturina Noémie Fox. Nú 28 árum síðar er dóttirin orðin ólympíumeistari en hún bar sigur úr býtum í kajakróðri á leikunum í París í ár.

„Þetta er í blóðinu. Litla baunin í maganum á verðlaunapallinum er nú orðin ólympíumeistari,“ skrifaði Fox-Jerusalmi á Instagram og birti myndskeið af verðlaunum mæðgnanna.

View this post on Instagram

A post shared by Noémie (@_noemiefox)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert