18 keppendur með hlaupafætur frá Össuri

Bandarískir keppendur á Paralympics með hlaupafætur frá Össuri.
Bandarískir keppendur á Paralympics með hlaupafætur frá Össuri. Ljósmynd/Team Össur

Paralympics-leikarnir hefjast í París í næstu viku og standa yfir til 8. september þar sem tæplega 5.000 keppendur frá 180 löndum etja kappi í 22 íþróttagreinum.

Alls eru 18 aflimaðir keppendur sem nota hlaupafætur frá Össuri á leið á leikana.

Hlaupafæturnir eru hannaðir og framleiddir á Íslandi, en Össur hefur um árabil unnið náið með afreksíþróttafólki um allan heim við hönnun þeirra.

15 keppendur taka þátt í frjálsíþróttagreinum, hlaupi og langstökki, auk þess sem tveir taka þátt í þríþraut og einn í hjólreiðum.

Heimsmetshafar láta ljós sitt skína

Keppendur sem notast við hlaupafætur frá Össuri samanstanda af afreksíþróttafólki á við Markus Rehm, heimsmetshafa í langstökki, Fleur Jong, heimsmetshafa í langstökki og 100 m hlaupi, Femitu Ayanbeku sem er að hefja keppni á ný sex mánuðum eftir barnsburð, og Hunter Woodhall sem keppir í 100 m og 400 m spretthlaupi.

Hunter Woodhall.
Hunter Woodhall. Ljósmynd/Team Össur

Hunter er giftur Töru Davis-Woodhall sem vann gullverðlaun í langstökki á Ólympíuleikunum í París.

Yfirlit yfir keppendurna 18:

Team Össur keppendur í frjálsíþróttum (flokkar T62, T63 og T64):

Markus Rehm, Þýskaland

Felix Streng, Þýskaland

Hunter Woodhall, Bandaríkin

Trenten Merrill, Bandaríkin

Beatriz Hatz, Bandaríkin

Derek Loccident, Bandaríkin

Femita Ayanbeku, Bandaríkin

Noelle Lambert, Bandaríkin

Fleur Jong, Holland

Marlene van Gansewinkel, Holland

Dimitri Pavadé, Frakkland

Marissa Papaconstantinou, Kanada

Shunsuke Itani, Japan

Abassia Rahmani, Sviss

Daniel Wagner, Danmörk

Team Össur keppendur í þríþraut (flokkar PTS5 og PTS2):

Grace Norman, Bandaríkin

Mohamed Lahna, Bandaríkin

Team Össur keppandi í hjólreiðum (flokkur C4):

Jody Cundy, Bretland

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert