Már gefur út ólympíulag

Már Gunnarsson.
Már Gunnarsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tónlistarmaðurinn og sundkappinn Már Gunnarsson hefur gefið út nýtt lag og tónlistarmyndband þar sem hann samtvinnar tvær ástríður sínar, tónlist og íþróttir, í ólympíulagi.

Lagið ber heitið Spirit in Motion – a message coming from the heart of a Paralympian og má hlýða á það og sjá myndbandið hér:

Már er á leið á sína aðra Paralympics-leika í lok mánaðarins þar sem hann mun keppa í 100 metra baksundi í S11-flokki blindra.

„Þetta lag er um alla þá fallegu hluti sem sameina okkur á Ólympíuleikunum/Paralympics, en einnig um allan sársaukann og þann mikla tíma og orku sem maður eyðir til þess að komast á hæsta stall í afreksíþróttum,“ skrifaði Már meðal annars um lagið á aðdáendasíðu sinni á Facebook.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert