Vann ólympíugullið ólétt

Veronica Kristiansen var komin þrjá mánuði á leið í París.
Veronica Kristiansen var komin þrjá mánuði á leið í París. AFP/Damien Meyer

Norska handknattleikskonan Veronica Kristiansen á von á sínu öðru barni með unnusta sínum Adam. Greindi hún frá tíðundunum á Instagram.

Kristiansen varð ólympíumeistari með norska landsliðinu í París fyrr í mánuðinum, þrátt fyrir að vera þá komin þrjá mánuði á leið. Þórir Hergeirsson er þjálfari norska liðsins.

Er drengur væntanlegur í janúar en fyrir eiga þau dótturina Oliviu.

 „Þetta kom okkur skemmtilega á óvart. Okkur hlakkar til að hitta litla bróður Oliviu í janúar. Vonandi get ég spilað eitthvað á undir lok komandi tímabils,“ skrifaði hún m.a. á samfélagsmiðilinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert