Ingeborg tekur við sem fánaberi af Sonju

Ingeborg Eide Garðarsdóttir verður fánaberi í stað Sonju Sigurðardóttur.
Ingeborg Eide Garðarsdóttir verður fánaberi í stað Sonju Sigurðardóttur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Setningarathöfn Paralympics fer fram í París í kvöld og lofa heimamenn miklu sjónarspili. Í gær kynnti Íþróttasamband fatlaðra að sundfólkið Már Gunnarsson og Sonja Sigurðardóttir yrðu fánaberar við setningarhátíðina í kvöld.

Af heilsufarsástæðum hefur verið ákveðið að Ingeborg Eide Garðarsdóttir taki við keflinu af Sonju og verður því fánaberi fyrir íslenska hópinn í kvöld ásamt Má. Sonja hefur síðustu daga verið að glíma við kvefpest og mun því ekki taka þátt í setningarathöfninni í kvöld.

Sonja Sigurðardóttir er að glíma við kvefpest.
Sonja Sigurðardóttir er að glíma við kvefpest. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Von er á miklum hita í París dag eða um 30 gráðu hita þegar keppendur og starfsfólk hefja ferð sína á setningarhátíðina um kl. 16.00 að staðartíma en hátíðin stendur fram yfir miðnætti. Það var því ákveðið að tefla ekki á tæpasta vaði með Sonju sem tekur því hvíldardag í dag í Paralympic-þorpinu.

Að sama skapi óskum við Ingeborg til hamingju með það að taka við kefli fánabera og erum þess fullviss að hún muni skila því hlutverki með miklum sóma,“ sagði í tilkynningu frá Íþróttasambandi fatlaðra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert