Glæsilegir fánaberar Íslands (myndir)

Fánaberarnir Ingeborg Eide Garðarsdóttir og Már Gunnarsson.
Fánaberarnir Ingeborg Eide Garðarsdóttir og Már Gunnarsson. Ljósmynd/Laurent Bagnis

Paralympics-leikarnir voru settir við hátíðlega afhöfn á Place de la Concorde-torginu í París í gærkvöld. Var það í fyrsta sinn í sögu leikanna sem setningarathöfnin fer ekki fram á leikvangi. Leikarnir munu standa til 8. september.

Sundmaðurinn Már Gunnarsson og frjálsíþróttakonan Ingeborg Eide Garðarsdóttir voru fánaberar Íslands en af fimm íslenskum keppendum hefur aðeins Ingeborg ekki áður keppt á Paralympics.

Sundfólkið Róbert Ísak Jónsson, Thelma Björg Björnsdóttir og Sonja Sigurðardóttir taka einnig þátt. Róbert Ísak keppti fyrstur Íslendinganna í morgun og komst í úrslit í sinni grein.

Paralympics-leikarnir voru fyrst haldnir árið 1960 í Róm en vetrarleikarnir í fyrsta skipti árið 1976.

Leikarnir hafa verið haldnir á sama ári og Ólympíuleikarnir en ekki alltaf verið í sömu borg. Síðustu áratugina hefur það verið reglan og síðustu mót hafa hafist fljótlega eftir að Ólympíuleikunum lýkur.

Myndir af setningarathöfninni í gærkvöldi má sjá hér:

Ingeborg og Már.
Ingeborg og Már. Ljósmynd/Laurent Bagnis
Ljósmynd/Laurent Bagnis
Ljósmynd/Laurent Bagnis
Ljósmynd/Laurent Bagnis
Ljósmynd/Laurent Bagnis
Íslenski hópurinn fyrir setningarathöfnina.
Íslenski hópurinn fyrir setningarathöfnina. Ljósmynd/ÍF
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka