Halla Tómasdóttir hitti Macron

Brigitte Macron, Björn Skúlason, Halla Tómasdóttir og Emmanuel Macron.
Brigitte Macron, Björn Skúlason, Halla Tómasdóttir og Emmanuel Macron. AFP/Stephane De Sakutin

Halla Tómadóttir, forseti Íslands, og eiginmaður hennar, Björn Skúlason, hittu frönsku forsetahjónin á viðburði fyrir þjóðhöfðingja við setningu Paralympics í París í gær.

Emmanuel Macron, Frakklandsforseti, bauð til veislu í forsetahöllinni í París fyrir leiðtoga alþjóðasamtaka, ríkisstjórna og þjóða heimsins í tilefni af setningu Paralympics en setningarathöfnin fór fram í gær.

Vel fór á með forsetunum og mökum þeirra eins og sjá má á myndunum.

Íslensku og frönsku forsetahjónin í París í gær.
Íslensku og frönsku forsetahjónin í París í gær. AFP/Stephane De Sakutin
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert