Róbert Ísak í sjötta sæti með nýju Íslandsmeti í París

Róbert Ísak Jónsson ánægður eftir úrslitasundið í dag.
Róbert Ísak Jónsson ánægður eftir úrslitasundið í dag. Ljósmynd/ÍF

Róbert Ísak Jónsson hafnaði í sjötta sæti og sló eigið Íslandsmet þegar hann synti í átta manna úrslitum 100 metra flugsunds í S14-flokki þroskahamlaðra á Paralympics-leikunum  í París í dag.

Róbert Ísak synti á 57,92 sekúndum og bætti þannig eigið Íslandsmet en hann hafði synt á 58,35 sekúndum í undanrásum í morgun.

Íslandsmet Róberts Ísaks frá því á leikunum í Tókýó árið 2021 var 58,06 sekúndur. Hafnaði hann þá sömuleiðis í sjötta sæti.

Alexander Hillhouse frá Danmörku bar sigur úr býtum á nýju Paralympicsömeti þegar hann kom fyrstur að bakkanum á 54,61 sekúndu.

Róbert Ísak hefur nú lokið keppni á Paralympics en næst af íslensku keppendunum er Ingeborg Eide Garðarsdóttir sem keppir í kúluvarpi í F37-flokki hreyfihamlaðra á laugardag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert