Róbert Ísak í úrslit með glæsibrag

Róbert Ísak Jónsson tryggði sér sæti í úrslitum.
Róbert Ísak Jónsson tryggði sér sæti í úrslitum. Ljósmynd/ÍF

Róbert Ísak Jónsson hafnaði í áttunda sæti í undanrásum í 100 metra flugsundi í S14-flokki þroskahamlaðra á Paralympics-leikunum í París í morgun og tryggði sér þannig sæti í átta manna úrslitum.

Róbert Ísak synti á 58,35 sekúndum, en Íslandsmet hans í greininni er 58,06 sekúndur. Það setti hann á leikunum í Tókýó fyrir þremur árum.

Paralympics-leikarnir voru settir í gærkvöldi og er Róbert Ísak fyrsti íslenski keppandinn af fimm í ár. Úrslitin fara fram klukkan 16.35 í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka