Stjarnan ólétt og Þórir vissi ekki neitt

Veronica Kristiansen, númer 4, fyrir aftan þjálfarann Þóri Hergeirsson á …
Veronica Kristiansen, númer 4, fyrir aftan þjálfarann Þóri Hergeirsson á Ólympíuleikunum í París. AFP/Francois Lo Presti

Norska handknattleikskonan Veronica Kristiansen á von á sínu öðru barni en hún var komin tæpa fjóra mánuði á leið er hún var ólympíumeistari í París fyrr í mánuðinum.

Kristiansen sagði engum liðsfélaga né í þjálfarateyminu frá fréttunum á meðan á leikunum stóð.

„Þetta var ekki beint leyndarmál. Ég komst að þessu seint á leikunum, undir lokin. Ég vildi klára Ólympíuleikana og svo snúa mér að þessu verkefni,“ sagði Kristiansen við VG í Noregi.

Þórir Hergeirsson er þjálfari norska liðsins og hann vissi ekki af því að hann væri að tefla fram óléttum leikmanni á leikunum.

„Þetta kom mér á óvart. Það var ekkert sem benti til þess að hún væri ólétt. Mér datt þetta ekki í hug, enda var ég að einbeita mér að öðrum hlutum,“ sagði Þórir við sama miðil.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert