Bjarni Ben sendi Má kveðju

Már Gunnarsson fyrir úrslitasundið í dag.
Már Gunnarsson fyrir úrslitasundið í dag. Ljósmynd/Simone Castrovillari

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sendi Má Gunnarssyni kveðju á samfélagsmiðlum í kvöld eftir að Már sló eigið Íslandsmet í 100 metra baksundi í S11-flokki blindra á Paralympics-leikunum í París í dag.

Már synti á 1:10,21 mínútum og hafnaði í sjöunda sæti.

Bjarni skrifaði á X-aðgangi sínum:

„Innilega til hamingju Már með glæsilegan árangur og Íslandsmet í París! Landi og þjóð til sóma.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert