„Ég þurfti bara að vinna eina“

Thelma Björg Björnsdóttir við keppni í 100 metra bringusundi á …
Thelma Björg Björnsdóttir við keppni í 100 metra bringusundi á leikunum í Tókýó. Ljósmynd/ÍF

„Tilfinningin er mjög fín,“ sagði Thelma Björg Björnsdóttir eftir að hún tryggði sér sæti í úrslitum í 100 metra bringusundi í S6-flokki hreyfihamlaðra á Paralympics-leikunum í París í morgun.

Thelma Björg synti á 1:58,93 mínútum sem dugði, og gott betur, til þess að komast í átta manna úrslit, en hún hafnaði í sjöunda sæti í undanúrslitum og var langt á undan keppinauti sínum í níunda sæti.

„Já, ég þurfti bara að vinna eina,“ sagði Thelma Björg er mbl.is ræddi við hana eftir sundið í morgun.

Hvernig upplifun var það að synda fyrir fullri höll með 10.000 áhorfendum?

„Það var bara gaman,“ sagði Thelma Björg og sagði hávaðann og lætin í Paris La Défense Arena höllinni vera skemmtileg.

Úrslitin fara fram klukkan 17.55 í dag og er hún búin að setja sér markmið fyrir þau.

Úrslitin leggjast mjög vel í mig. Markmiðið er að bæta tímann sem ég synti á núna.

Íslandsmet Thelmu Bjargar í greininni er 1:52,79 mínútur. Spurð hvort hún hygðist telja sig geta hoggið nærri því sagði Thelma Björg að lokum:

„Maður veit aldrei en ég reyni.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka