„Hef áður verið með stórar yfirlýsingar“

Í ólympíuþorpinu. Efri röð: Halla Tómasdóttir forseti, Róbert Ísak Jónsson, …
Í ólympíuþorpinu. Efri röð: Halla Tómasdóttir forseti, Róbert Ísak Jónsson, Ingeborg Eide Garðarsdóttir, Már Gunnarsson, Björn Skúlason. Neðri röð: Sonja Sigurðardóttir, Thelma Björg Björnsdóttir. Ljósmynd/ÍF

„Það eru blendn­ar til­finn­ing­ar. Ég er svona að reyna að koma bönd­um á þær,“ sagði Már Gunn­ars­son eft­ir að hann hafnaði í sjö­unda sæti og bætti eigið Íslands­met í 100 metra baksundi í S11-flokki blindra á Para­lympics-leik­un­um í Par­ís í dag.

Már synti á 1:10,21 mín­út­um en fyrra met hans frá því á leik­un­um í Tókýó fyr­ir þrem­ur árum var 1:10,36 mín­út­ur.

„Þetta er búið að vera þriggja ára verk­efni eða meira. Ég bætti þenn­an tíma síðast fyr­ir þrem­ur árum og hélt þá pínu að ég myndi ekk­ert gera þetta aft­ur. Ég hætti og hélt að ég myndi ekki gera þetta aft­ur.

Ég byrjaði síðan aft­ur að æfa sund þegar ég flutti til Bret­lands. Samt sem áður næ ég að skila bæt­ingu núna. Græðgin í mér seg­ir auðvitað að ég hefði viljað bæta þetta meira og vera kannski ofar.

En ég get í al­vöru ekki kvartað. Þetta sund gekk vel. Mér tókst að synda hraðar og fann að það var ákveðin til­finn­ing í þessu sundi sem ég hef ekki fundið áður.

Á leiðinni til baka þegar ég er van­ur að deyja meira þá fannst mér ég ná að halda takt­in­um mín­um bet­ur. Það er eitt­hvað sem verður frá­bært í reynslu­bank­ann fyr­ir mig, það er að segja ef ég tek síðan ákvörðun um að halda áfram,“ sagði Már við mbl.is eft­ir sundið.

Ekki komið að því að taka ákvörðun

Spurður hvort það stæði til að hætta aft­ur eða gera á hlé á sundiðkun sagði hann:

„Ég hef áður verið með stór­ar yf­ir­lýs­ing­ar um að hætta og hætta ekki. Nú ætla ég að taka mér 4-5 daga frí og reyna að hugsa ekki neitt. Síðan er ég að skipu­leggja tón­leika­ferðalag með The Royal Nort­hern Col­l­e­ge Sessi­on Orchestra í nóv­em­ber þar sem við kom­um meðal ann­ars til Íslands.

Ég fer að und­ir­búa það og svo eft­ir kannski 3-4 vik­ur fer ég að reyna að taka ákvörðun um hvort ég haldi áfram, því ég hef alla burði í að fara á næstu leika ef ég vil. Eða ekki ef mér býðst jafn­vel eitt­hvað annað betra eða skemmti­legra tæki­færi.

Það mik­il­væg­asta er að taka ákvörðun um að gera eitt­hvað og fylgja því eft­ir en það er ekki al­veg komið að því að ég taki þessa ákvörðun.“

Gef­ur af þér og færð það til baka

Þegar Már gekk inn í Par­is La Dé­fen­se Ar­ena-höll­ina var hon­um vel tekið af áhorf­end­um.

Voru mest fagnaðarlæti þegar þú gekkst inn?

„Ég vil meina það!“ sagði Már og get­ur of­an­ritaður skrifað und­ir það.

„Þetta var bara klikkað. Því miður heyri ég voðal­ega lítið þegar ég er í kafi en þegar maður labb­ar inn og veif­ar tek ég eft­ir því að þegar maður sýn­ir fólki at­hygli þá fær maður hana til baka.

Þegar maður gef­ur af sér til fólks­ins í höll­inni þá fær maður það til baka frá þeim,“ sagði hann að lok­um um stemn­ing­una í fullri 10.000 manna höll­inni.

mbl.is

Staða og úrslit

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert

Staða og úrslit

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert