Már örugglega í úrslit

Már Gunnarsson og Ingeborg Eide Garðarsdóttir.
Már Gunnarsson og Ingeborg Eide Garðarsdóttir. Ljósmynd/Laurent Bagnis

Már Gunnarsson tryggði sér sæti í átta manna úrslitum í 100 metra baksundi í S11-flokki blindra þegar hann hafnaði í sjötta sæti í undanúrslitum á Paralympics-leikunum í París í morgun.

Már synti á 1:11,38 mínútum en Íslandsmet hans í greininni er 1:10,36 mínútur.

Úrslitin fara fram í dag og hefjast klukkan 16.31.

Af íslensku keppendunum fimm í París er Thelma Björg Björnsdóttir næst til að stíga á stokk. Hún keppir klukkan 9.25 í dag í 100 metra bringusundi í SB5-flokki hreyfihamlaðra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert