Thelma Björg Björnsdóttir tryggði sér sæti í átta manna úrslitum í 100 metra bringusundi í SB5-flokki hreyfihamlaðra er hún hafnaði í sjöunda sæti í undanúrslitum á Paralympics-leikunum í París í morgun.
Thelma Björg synti á 1:58,93 mínútum. Íslandsmet hennar í greininni er 1:52,79 mínútur.
Úrslitin fara fram síðdegis klukkan 17.55.
Allir þrír íslensku sundmennirnir sem hafa keppt á Paralympics hingað til eru nú búnir að tryggja sér sæti í úrslitum í sínum greinum.
Már Gunnarsson tryggði sér sæti í úrslitum í 100 metra baksundi í S11-flokki blindra í morgun.
Á fimmtudag hafði Róbert Ísak Jónsson bætt eigið Íslandsmet í 100 metra flugsundi er hann hafnaði í sjötta sæti í úrslitum.
Fyrr um daginn hafði hann sett Íslandsmet í 50 metra flugsundi þegar hann náði sínum besta millitíma, 26,45 sekúndum, í undanúrslitum 100 metra flugsunds.