Sonja í úrslit – allt íslenska sundfólkið komst í úrslit

Sonja Sigurðardóttir.
Sonja Sigurðardóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sonja Sigurðardóttir hafnaði í áttunda sæti í undanúrslitum í 50 metra baksundi í S3-flokki hreyfihamlaðra í morgun og tryggði sér þannig sæti í átta manna úrslitum á Paralympics-leikunum í París síðar í dag. 

Sonja synti á 1:10,65 mínútum en Íslandsmet hennar í greininni er 1:07,82 mínútur.

Hún greindist með kórónuveiruna í síðustu viku en lét það ekki aftra sér frá því að komast af öryggi í úrslitin. Þó Sonja hafi verið áttunda var hún tæpum þremur sekúndum á undan Nikitu Ens frá Kanada sem varð níunda.

Þar með hafa allir fjórir íslensku keppendurnir í sundi á Paralympics-leikunum unnið sér inn sæti í úrslitum í sínum greinum.

Úrslitin í 50 metra baksundi fara fram klukkan 16.05 í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert