Már hittir á réttu nóturnar

Már Gunnarsson stingur sér til sunds í úrslitum í 100 …
Már Gunnarsson stingur sér til sunds í úrslitum í 100 metra baksundi á sunnudag. Ljósmynd/Simone Castrovillari

Sund- og tónlistarmaðurinn Már Gunnarsson er til umfjöllunar á vef Paralympics-leikanna í París undir yfirskriftinni: „Már Gunnarsson frá Íslandi hittir á réttu nóturnar.“

Már sló eigið Íslandsmet og hafnaði í sjöunda sæti í úrslitum 100 metra baksunds í S11-flokki blindra á sunnudag.

Í umfjölluninni er minnst á að Már hafi sameinað tvær ástríður sínar þegar hann gaf út nýtt lag fyrir Paralympics-leikana, sem fjallar um ferðalag hans sem íþróttamanns.

Þá segir að Már hafi vakið lukku í ólympíuþorpinu í París þar sem hann byrji stundum að spila á píanó sem þar er, gestum og gangandi til mikillar gleði.

Umfjöllunina má lesa í heild sinni hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka