Æsispennandi undanúrslit

Undanúrslitaleikur þeirra Söru Högnadóttur og Margrétar Jóhannsdóttur gegn nýsjálenska parinu Susannah Leydon-Davis og Madeleine Stapelton á badmintonmóti Reykjavíkurleikanna í kvöld var æsispennandi.

Fyrstu lotuna sigruðu þær Sara og Margrét 21-19. Þær nýsjálensku sigruðu svo aðra lotuna einnig 21-19 og því þurfti að leika oddalotu til að knýja fram úrslit. Oddalotan var eins og allur leikurinn mjög jöfn en endaði með glæsilegum sigri íslensku stelpnanna 21-19. Brot úr leiknum og viðtal við Söru og Margréti má sjá í meðfylgjandi myndskeiði.

Úrslitaleikir badmintonmótsins hefjast kl.10 í fyrramálið og lýkur væntanlega í kringum hádegi. Leikur Söru og Margrétar er áætlaður um kl.10:40 en þær eru einu íslensku keppendurnir sem komust áfram í úrslit á mótinu. Leiki morgundagsins má skoða hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert