Vel heppnuð skíða- og snjóbrettakrosskeppni Reykjavíkurleikanna fór fram í Bláfjöllum í gær. Fjórir kepptu í einu á krefjandi braut í Norðurbakkanum (Öxlinni) og komust fyrstu tveir áfram í næstu umferð. Nokkuð margir gerðu sér ferð í Bláfjöllin þrátt fyrir að þar væru skíðabrekkur lokaðar og skapaðist góð stemning á svæðinu. Hér má finna stutt myndband með svipmyndum frá keppninni og verðlaunaafhendingu.
Margar viðureignir voru æsispennandi en eftirfarandi stóðu uppi sem verðlaunahafar að henni lokinni.
Snjóbrettakross karla
1. Steinar Lár
2. Erlendur Þór Magnússon
3. Jón Teitur Sigmundsson
Snjóbrettakross kvenna
1. Aðalheiður Ýr
2. Aðalheiður Birgisdóttir
3. Linda Björk Sumarliðadóttir
Skíðakross karla
1. Gunnlaugur Magnússon
2. Steinn Sigurðsson
3. Sigurgeir Halldórsson
Skíðakross kvenna
1. Katrín Kristjánsdóttir
2. Jóhanna Hlín Auðunsdóttir
3. Auður Kristín Ebenezerdóttir
Vegna óveðurs sem skall á að keppni lokinni var ákveðið að fresta snjóbretta-rail jam sem einnig var á dagskránni. Stefnt er að því að halda það um næstu helgi.
Mótshaldarar vilja koma því á framfæri að starfsmenn Bláfjalla eiga heiður skilinn fyrir flotta brautargerð og björgun bíla úr ófærðinni í gær.