Fullkomin leikur í keilu (myndskeið)

Úrslitin í keilukeppni Reykjavíkurleikanna eru nú í fullum gangi í Egilshöllinni í Grafarvogi. Þar er spennan í hámarki en fyrir stundu var Þorleifur Jón Hreiðarsson úr KR að spila fullkominn leik þ.e. bara fellur og þar með 300 stig. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði var Þorleifur að vonum ánægður með árangurinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert