Reykjavíkurleikarnir settir í dag

Frá setningarathöfninni.
Frá setningarathöfninni. Ljósmynd/Aðsend

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, setti Reykjavíkurleikana í Laugardalshöll í dag. Gústaf Adolf Hjaltason, forseti undirbúningsnefndar leikanna, tók einnig til máls og fór yfir dagskrána sem fram undan er. Að setningarathöfn lokinni fengu viðstaddir að prófa rafíþróttir og keilu en rafíþróttir eru ný grein á leikunum.

Á opnunarhátíðinni í dag var samstarfssamningur milli Háskólans í Reykjavík og Íþróttabandalags Reykjavíkur undirritaður.

Borgarstjórinn í keilu.
Borgarstjórinn í keilu. Ljósmynd/Aðsend

„ÍBR og HR hafa átt áralangt gott samstarf um ráðstefnur Reykjavíkurleikanna. Í dag var verið að festa samstarfið enn frekar í sessi því auk samstarfs um ráðstefnur í tengslum við Reykjavíkurleika og Reykjavíkurmaraþonið þá er markið sett á að vinna saman að verkefni sem borið hefur vinnuheitið BATNA,“ segir í tilkynningunni.

Ljósmynd/Aðsend

Verkefnið hefur það að markmiði að lágmarka íþróttatengd heilsufarsvandamál. Sérstök áhersla verður sett á að bæta bæði andlega líðan og næringu íþróttafólks auk þess sem stefnt er að því að fækka stoðkerfisvandamálum.

Ingvar Sverrisson, formaður ÍBR, og Hafrún Kristjánsdóttir, sviðsstjóri íþróttafræðisviðs tækni- og verkfræðideildar HR, undirrituðu samninginn.

Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert