Kraftlyftingakeppni Reykjavíkurleikanna fór fram í Laugardalshöll í gær. Þrír heimsmeistarar og heimsmethafar voru á meðal keppenda. Meistararnir stóðu svo sannarlega undir væntingum og settu samtals þrjú heimsmet.
Joy Nnamani frá Bretlandi setti heimsmet í réttstöðulyftu í -57 kg flokki á mótinu þegar hún lyfti 203 kg. Pólverjinn Krzysztof Wierzbicki setti tvö heimsmet í -105 kg flokki, í réttstöðulyftu þegar hann lyfti 390,5 kg og samanlagt 895,5 kg.
Kristinn Magnússon, ljósmyndari Morgunblaðsins og mbl.is, var á staðnum og fletta má myndasyrpu hans frá mótinu hér efst í fréttinni.