Þrjú heimsmet í Höllinni (myndasyrpa)

Kraft­lyft­inga­keppni Reykja­vík­ur­leik­anna fór fram í Laug­ar­dals­höll í gær. Þrír heims­meist­ar­ar og heims­met­haf­ar voru á meðal kepp­enda. Meist­ar­arn­ir stóðu svo sann­ar­lega und­ir vænt­ing­um og settu sam­tals þrjú heims­met.

Joy Nna­mani frá Bretlandi setti heimsmet í rétt­stöðulyftu í -57 kg flokki á mót­inu þegar hún lyfti 203 kg. Pól­verj­inn Krzysztof Wierzbicki setti tvö heims­met í -105 kg flokki, í rétt­stöðulyftu þegar hann lyfti 390,5 kg og sam­an­lagt 895,5 kg.

Kristinn Magnússon, ljósmyndari Morgunblaðsins og mbl.is, var á staðnum og fletta má myndasyrpu hans frá mótinu hér efst í fréttinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert