Gestur og Þórdís sigruðu í fjallahjólakeppninni

Enduro-fjallahjólakeppni Reykjavíkurleikanna fór fram í Öskjuhlíðinni í dag. Þetta var í fyrsta sinn sem keppt er í enduro á leikunum. Ræst var við Perluna og hjólaðar 5 leiðir niður hlíðina þar sem samanlagður tími réð úrslitum.

Á meðfylgjandi myndskeiði sem Albert Jakobsson tók í Öskjuhlíðinni í dag má sjá að aðstæður reyndu vel á keppendur. Fjölmargir áhorfendur voru á svæðinu og góð stemning.

Í kvennaflokki sigraði Þórdís Björk Georgsdóttir úr Brettafélagi Hafnarfjarðar. Í öðru sæti var Heiðrún Erla Guðbjörnsdóttir sem einnig er í Brettafélagi Hafnarfjarðar og í því þriðja Anna Kristín Sigurpálsdóttir úr Hjólreiðafélagi Reykjavíkur.

Gestur Jónsson úr Brettafélagi Hafnarfjarðar sigrað í karlaflokki og Helgi Berg Friðþjófsson úr sama félagi varð í öðru sæti. Í þriðja sæti varð svo Bjarki Bjarnason úr Hjólreiðafélagi Reykjavíkur.

Smellið hér til að skoða nánari úrslit.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert