Stigamet hjá Aldísi

Aldís Kara Bergsdóttir átti góðan dag í listskautakeppni Reykjavíkurleikanna.
Aldís Kara Bergsdóttir átti góðan dag í listskautakeppni Reykjavíkurleikanna. Hafsteinn Snær

Það var mikið um glæsi­leg tilþrif á öðrum degi list­skauta­keppni Reykja­vík­ur­leik­anna í Skauta­höll­inni í Laug­ar­dal í dag. Keppt var í fimm flokk­um og réðust úr­slit í ein­um þeirra en úr­slit í öðrum flokk­um ráðast á morg­un sunnu­dag.

Mjög marg­ir kepp­end­ur voru skráðir til keppni í juni­or ladies-flokk­inn (ung­linga­stig kvenna) eða alls 17. Það er ekki síst vegna þess að stig­in geta gilt inn á heims­meist­ar­mót ung­linga. Al­dís Kara Bergs­dótt­ir, Íslands­meist­ari í juni­or og silf­ur­verðlauna­hafi á síðustu Reykja­vík­ur­leik­um, gerði sér lítið fyr­ir og setti stiga­met í stuttu pró­grammi eða 45,25 stig og náði lág­mörk­um á heims­meist­ara­mót ung­linga í pró­gramm­inu. Kepp­end­ur þurfa að ná lág­mörk­um í báðum pró­grömm­um til að kom­ast inn á mótið og verður spenn­andi að sjá hvort henni tak­ist það á morg­un. Al­dís Kara skrifaði einnig nýtt stökk á spjöld ís­lensku skauta­sög­unn­ar þegar hún fór þre­falt loop og er það í fyrsta skiptið sem það sést full­gilt hjá ís­lensk­um skaut­ara. Al­dís er í öðru sæti í juni­or ladies-flokkn­um eft­ir dag­inn í dag. Fyr­ir ofan hana með 48,01 stig er Marija Bols­heva frá Lett­landi og í þriðja sæti er Elena Komova frá Bretlandi með 41,55 stig. Marta María Jó­hanns­dótt­ir sem einnig átti góðan dag í dag er í 4. sæti og aðeins 0,18 stig­um eft­ir Elenu.

Ni­kolaj Mølga­ard Peder­sen var eini kepp­and­inn í seni­or men (full­orðins­flokki karla). Ni­kolaj fékk silf­ur­verðlaun á Dan­merk­ur­meist­ara­mót­inu í des­em­ber og er á leið á Norður­landa­mótið í Nor­egi eft­ir hálf­an mánuð. Hann náði stökk­un­um sín­um með ágæt­um en spinn­arn­ir gengu mis­jafn­lega hjá hon­um í dag. Hann fékk fyr­ir stutta pró­grammið sitt 41,81 stig.

Edw­ard App­le­by var eini juni­or men (ung­linga­stig karla) kepp­and­inn en hann kem­ur frá Bretlandi. Edw­ard reyndi þre­fald­an Axel sem er stökk sem við sjá­um ekki oft hér á Íslandi. Eft­ir stutta pró­gramið upp­skar hann 45,71 stig.

Kepp­end­ur í seni­or ladies (full­orðins­flokki kvenna) voru sjö. Fjór­ar norsk­ar stúlk­ur voru skráðar og voru þær at­kvæðamikl­ar í keppni dags­ins. Mari­anne Stå­len, sem varð þriðja á norska meist­ara­mót­inu um dag­inn skipaði sér í efsta sæti með fal­legu pró­grammi og 40,97 stig. Í öðru sæti lenti Oliwia Rzepiel frá Póllandi með 40,44 stig og í því þriðja er Louisa Warw­in frá Nor­egi með 39,79 stig.

Úrslit réðust í dag í advanced novice-flokkn­um (efsta stig stúlkna). Stúlk­urn­ar í þeim flokki sýndu frjálsa pró­grammið sitt í dag og var bú­ist við að ein­hverj­ar svipt­ing­ar gætu orðið á efstu sæt­un­um þar sem kepp­end­ur í sæt­um 2 til 5 voru mjög ná­lægt hver öðrum í stig­um. Anna Al­bi­setti frá Sviss sem sat í fyrsta sæti eft­ir fyrri dag­inn mætti með tvo tvö­falda Ax­ela og eitt þre­falt salchow og þre­falt toeloop og fékk 51,15 stig. Júlía Rós Viðars­dótt­ir sem hafði verið í öðru sæti eft­ir stutta pró­grammið skautaði ljúf­lega í gegn­um sín­ar æf­ing­ar og hlaut fyr­ir 51,69 stig. Í þriðja sæti eft­ir fyrri dag var Lucy Gardnier frá Bretlandi og í dag fram­kvæmdi hún tvo glæsi­lega tvö­falda Ax­ela og glæsi­legt pró­gramm sem gaf 52,38 stig. Það var svo Ar­ab­ella Sear-Watkins frá Bretlandi sem sprengdi skalann í dag og var hæst í frjálsa pró­gramm­inu eft­ir að hafa fram­kvæmt tvo tvö­falda Ax­ela við skemmti­lega tónlist úr Cats-söng­leikn­um. Árang­ur Ar­ab­ellu dugði þó ekki til að ná Önnu Al­bi­setti eft­ir fyrri dag­inn og krækti hún því í gullið með 86,18 stig sam­an­lagt. Önnur varð svo Ar­ab­ella Sear-Watkins með 81,39 stig og þriðja varð Lucy Gardnier með 81,34 stig. Júlía Rós Viðars­dótt­ir var síðan ein­ung­is 0,65 stig­um á eft­ir henni í fjórða sæt­inu með 80,69 stig.

Keppni í list­skaut­um hefst aft­ur í fyrra­málið klukk­an 11:00 og stend­ur yfir til klukk­an 15:30 á morg­un. Á iceska­te.is má finna nán­ari dag­skrá, kepp­endal­ista og streymi.

Anna Albisetti frá Sviss sigraði í advanced novice-flokknum.
Anna Al­bi­setti frá Sviss sigraði í advanced novice-flokkn­um. Haf­steinn Snær
Verðlaunahafar í advanced novice-flokknum. Anna Albisetti, Sviss, með gull, Arabella …
Verðlauna­haf­ar í advanced novice-flokkn­um. Anna Al­bi­setti, Sviss, með gull, Ar­ab­ella Sear-Watkins, Bretlandi, með silf­ur og Lucy Gardnier, Bretlandi, með brons. ÍSS/ Þóra Gunn­ars­dótt­ir
mbl.is

Staða og úrslit

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert

Staða og úrslit

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert