Kári og Davíð í öðru sæti

Davíð Bjarni Björnsson og Kári Gunnarsson í æsispennandi tvíliðaleik í …
Davíð Bjarni Björnsson og Kári Gunnarsson í æsispennandi tvíliðaleik í TBR-húsinu í dag. BSÍ/Hrund Guðmundsdóttir

Badmintonkeppni Reykjavíkurleikanna, RSL Iceland International, lauk fyrir stundu í TBR-húsunum við Gnoðarvog. Keppnin hófst á fimmtudag og fór heldur brösuglega af stað þar sem margir erlendir keppendur þurftu að boða forföll vegna þess að flug þeirra var fellt niður.

Mótið fór að öðru leyti vel fram og náðu Kári Gunnarsson og Davíð Bjarni Björnsson bestum árangri íslensku keppendanna en þeir urðu í öðru sæti í tvíliðaleik karla. Í úrslitum mættu þeir sterku finnsku pari, Anton Monnberg og Jesper Paul, í jöfnum og spennandi leik sem endaði með 26-24 og 21-14 sigri Finnanna.

Í einliðaleik karla sigraði Fathurrahman Fauzi frá Indónesíu og í einliðaleik kvenna Rachel Sugden frá Skotlandi. Í tvíliðaleik kvenna sigruðu Englendingarnir Asita Chaudhari og Pamela Reyes frá Englandi og í tvenndarleik Alex Green og Annie Lado sem einnig eru frá Englandi.

Nánari úrslit badmintonkeppninnar má finna hér.

Verðlaunahafar í tvíliðaleik karla. Frá vinstri Anton Monnberg, Jesper Paul, …
Verðlaunahafar í tvíliðaleik karla. Frá vinstri Anton Monnberg, Jesper Paul, Davíð Bjarni Björnsson, Kári Gunnarsson. BSÍ/Hrund Guðmundsdóttir
Davíð Bjarni Björnsson og Kári Gunnarsson í TBR-húsinu í dag.
Davíð Bjarni Björnsson og Kári Gunnarsson í TBR-húsinu í dag. BSÍ/Hrund Guðmundsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert