Frjálsíþróttamótinu skipt í þrjá mótshluta

María Rún í hástökki á Rig 2020
María Rún í hástökki á Rig 2020

Mótshaldarar hafa þurft að gera ýmsar breytingar á frjálsíþróttamóti Reykjavíkurleikanna í ár en það fer fram í Laugardalshöllinni sunnudaginn 7. febrúar.

„Til að hægt væri að halda mótið þá þurfti að skipta mótinu upp í þrjá mótshluta, en á milli mótshluta þarf að tæma svæðin og sótthreinsa. Frjálsíþróttahöllinni verður skipt upp í 4 hólf til að fylgja öllum sóttvarnareglum og takmörkunum” segir Íris Berg Bryde verkefnastjóri Frjálsíþróttasambandsins Ísland. 

Íris segir einnig að þau hafa þurft að dreifa meira úr tímaseðlinum, oft hafa íþróttamenn keppt í nokkrum greinum en það verður líklega ekki í boði þetta árið vegna sóttvarna. Nokkur innanfélagsmót hafa átt sér stað undanfarið og lofara árangurinn góðu, margir nálægt sínu besta og því má búast við góðu móti á Reykjavíkurleikunum. 

Erlendir keppendur hafa sýnt mótinu mikinn áhuga, daglega hafa borist fyrirspurnir til mótshaldara, en engir erlendir keppendur taka þó þátt í ár. Mótið fer fram sunnudaginn. 7. febrúar og verður sýnt á RÚV. 

Frekari upplýsingar má finna á rig.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert