Aldís Kara keppir í efsta keppnisflokkii

Aldís Kara Bergsdóttir frá Skautafélagi Akureyrar
Aldís Kara Bergsdóttir frá Skautafélagi Akureyrar

Á Reykja­vík­ur­leik­un­um um kom­andi helgi kepp­ir Al­dís Kara Bergs­dótt­ir frá Skauta­fé­lagi Ak­ur­eyr­ar í seni­or-flokki í list­hlaupi á skaut­um.

Við skipu­lag leik­anna í venju­legu ár­ferði er sér­stök áhersla lögð á að fá kepp­end­ur á mótið í seni­or þar sem um efsta keppn­is­flokk skaut­anna er að ræða og ef um alþjóðlegt mót væri að ræða gæfu stig úr þess­um flokki mögu­leika á þátt­töku á Evr­ópu­meist­ara­móti eða heims­meist­ara­móti. Því miður verður ekki um slíkt að ræða núna og Al­dís Kara því eini kepp­and­inn að þessu sinni.

Þess má geta að afar erfitt er að kom­ast í þenn­an krefj­andi flokk og af­rek í sjálfu sér fyr­ir ís­lenska kepp­end­ur en Ísland hef­ur endr­um og sinn­um átt kepp­end­ur í seni­or á RIG. Þetta mun verða fyrsta mót Al­dís­ar Köru í þess­um flokki en hún hef­ur gert garðinn fræg­an í juni­or-flokki og fór m.a. á heims­meist­ara­mót ung­linga í mars á síðasta ári rétt áður en Covid-19 skall á af full­um þunga. Var það í fyrsta skiptið sem Ísland átti kepp­anda á því móti.

Það verður því spenn­andi að sjá hvernig henni geng­ur í flokk­in­um ofar í erfiðleikaröðun keppn­is­flokka Alþjóðaskauta­sam­bands­ins.

Reykja­vík­ur­leik­un­um í list­hlaupi á skaut­um verður streymt á Face­book-síðu leik­anna og Skauta­sam­bands­ins en mótið er haldið laug­ar­dag­inn 30. og sunnu­dag­inn 31. janú­ar í skauta­höll­inni í Laug­ar­dal.

mbl.is

Staða og úrslit

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert

Staða og úrslit

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert