Nýr pílukastali rís á Snorrabraut, yfir 100 manns eru skráðir og er hólfað niður alla helgina vegna keppni á Reykjavíkurleikunum.
Bullseye á Snorrabraut var opnað í lok síðasta árs, og mun pílukastkeppni leikanna fara fram þar. Þetta er í annað sinn sem keppt er í pílukasti á Reykjavíkurleikunum.
Reiknað er með spennandi keppni milli ríkjandi Reykjavíkurleikameistara og Íslandsmeistaranna 2020. Páll Árni Pétursson og Ingibjörg Magnúsdóttir unnu Reykjavíkurleikana 2020 og mæta þau Íslandsmeisturunum þeim Matthíasi Erni Friðrikssyni og Maríu Steinunni Jóhannesdóttur.
Þú getur fylgst með beinu streymi alla helgina á youtube rás reykjavíkurleikana.
Eftir helgina kemur í ljós hverjir keppa í úrslitunum í beinni útsendingu á RÚV á miðvikudagskvöldið 3. febrúar klukkan 19.30.
Pílukast er ört vaxandi íþrótt á Íslandi en allar upplýsingar varðandi keppnina má finna á facebook viðburði keppninnar.