Afar óvænt úrslit á Reykjavíkurleikunum

Sveinbjörn Iura og Árni Pétur Lund eigast við í dag.
Sveinbjörn Iura og Árni Pétur Lund eigast við í dag. Mbl.is/Íris Jóhannsdóttir

Keppnin í júdóhluta RIG var æsispennandi og óvænt úrslit litu dagsins ljós. Umgjörðin var öll hin glæsilegasta þrátt fyrir skrýtna tíma. Í kvennaflokki vann Ingunn Sigurðardóttir JR eftir snarpa viðureign við Daniele Kucyte JR.

í karlaflokki var spennan mest fyrir úrslitaglímu í -81 kg milli þeirra Sveinbjörns Iura Ármanni og Árna Péturs Lund JR og er óhætt að segja að glíman hafi staðið undir væntingum og að loknum venjulegum tíma var staðan jöfn en Árni með tvö refsistig og Sveinbjörn eitt.

Glíman fór því í gullskor þar sem Árna tókst að kasta Sveinbirni fyrir Wazaari og vann þar með glímuna. Þetta voru gríðarlega óvænt úrslit þar sem Sveinbjörn er einn öflugasti júdómaður Íslands um þessar mundir og helsta von Íslands um sæti á Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar. 

Í -90 kg flokki vann Egill Blöndal Selfossi sinn flokk með yfirburðum. Júdókona mótsins var valin Ingunn Sigurðardóttir og Árni Pétur Lund júdómaður mótsins fyrir þessa frækilegu frammistöðu.

Frekari úrslit

-70 kg Konur

1. sæti Ingunn Sigurðardóttir

2. sæti Daniele Kucyte

-60 kg Karlar

1. sæti Daníel Árnason

2. sæti Aðalsteinn Björnsson

3. sæti  Jónas Hólmsteinsson

-66 kg Karlar

1. sæti  Ingólfur Rögnvaldsson

2. sæti  Vésteinn Bjarnason

3. sæti  Daron Hancock

-73 kg Karlar

1. sæti  Kjartan Hreiðarsson

2. sæti  Hákon Garðarsson

3. sæti  Felix Woelfin

3. sæti  Jakub Tomczyk

-81 kg Karlar

1. sæti  Árni Pétur Lund

2. sæti  Sveinbjörn Jun Iura

3. sæti  Andres Palma

3. sæti Breki Bernhardsson

-90 kg Karlar

1. sæti  Egill Blöndal

2. sæti  Úlfur Böðvarsson

3. sæti Emilien Ingumundarson

+100 kg Karlar

1. sæti  Bjarni Skúlason

2. sæti Karl Stefánsson

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert