Andri og Giedré sigruðu í skylmingum

Giedré Razguté og Andri Nikolaysson sigurvegarar 2021
Giedré Razguté og Andri Nikolaysson sigurvegarar 2021

Alþjóðamót í skylmingum með höggsverði karla og kvenna fór fram í dag. Mótið var haldið í Skylmingamiðstöðinni í Laugardal. 

Allt besta skylmingafólk Íslands var með á Reykjavíkurleikunum í ár og keppnin var mjög spennandi. Fimm erlendir keppendur frá Ítalíu, Ungverjalandi og Þýskalandi tóku þátt í henni. 

Í úrslitum í karlaflokki áttust við þeir Andri Nikolaysson frá Íslandi og Daniel Ilcsik frá Ungverjalandi, Andri hafði sigur, 15:10, í spennandi bardaga. 

Í úrslitum í kvennaflokki voru Giedré Razguté frá Litháen og Anna Edda Gunnarsdóttir Smith frá Íslandi og hafði Giedré nauman sigur, 15:12. 

Reykjavíkurmeistarar í skylmingum, Andri Nikolaysson og Giedré Razguté
Reykjavíkurmeistarar í skylmingum, Andri Nikolaysson og Giedré Razguté
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert