Íslandsmet hjá Aldísi Köru á Reykjavíkurleikunum

Aldís Kara Bergsdóttir, SA
Aldís Kara Bergsdóttir, SA Hafsteinn Snær

Í morg­un kl. 11 hófst keppni á Íslands­meist­ara­mót­inu í list­hlaupi á skaut­um í Skauta­höll­inni í Laug­ar­dal. Keppn­in er með tölu­vert minna sniði þetta árið sök­um þess að er­lenda kepp­end­ur vant­ar en að auki hef­ur orðið tölu­vert brott­fall úr kepp­enda­hóp­um fé­lag­anna vegna kór­ónu­veirunn­ar.

Keppt er til Íslands­meist­ar­titils í þrem­ur keppn­is­flokk­um en skaut­ar­ar úr þess­um flokk­um skipa að jafnaði landslið Íslands á Norður­landa­mót­um. Í þess­um keppn­is­flokk­um er keppt með tvö pró­grömm og var það stutta pró­grammið, eða skylduæf­ing­arn­ar, í morg­un. Í efsta stigi stúlkna voru fjór­ir kepp­end­ur skráðir til leiks. Kepp­end­ur eru mis­reynd­ir í flokkn­um en efst eft­ir stutta pró­grammið stend­ur reynslu­bolti frá Ak­ur­eyri, Frey­dís Jóna Jing Berg­sveins­dótt­ir, með 28,74 stig og var eini kepp­and­inn í flokkn­um í morg­un sem reyndi tvö­fald­an axel.

Í öðru sæti er Sæ­dís Heba Guðmunds­dótt­ir, einnig frá Ak­ur­eyri, með 26,68 stig en þetta er henn­ar allra fyrsta mót í þess­um flokki og er hún ein­ung­is 12 ára. Í þriðja sæti sit­ur svo Tanja Rut Guðmunds­dótt­ir úr Fjölni með 17,01 stig.

Á eft­ir þeim var komið að ung­linga­flokki kvenna. Þar voru einnig skráðir fjór­ir kepp­end­ur, all­ir á sínu fyrsta ári í flokkn­um. Efst eft­ir dag­inn er Júlía Rós Viðars­dótt­ir úr SA sem kláraði erfiðustu stökk­in með stæl og 45,87 stig­um og trón­ir langefst, eða 11 stig­um fyr­ir ofan Júlíu Sylvíu Gunn­ars­dótt­ur úr Fjölni sem fékk 34,35 stig. Báðar stúlk­ur höfðu tvö­fald­an axel og spinna á topp­level­um en þre­falt Salchow-stökk í sam­setn­ingu skildi þær að í element­un­um. Í þriðja sæti sit­ur svo Ey­dís Gunn­ars­dótt­ir úr SR með 28,66 stig.

Síðust keppti Al­dís Kara Bergs­dótt­ir frá Ak­ur­eyri, kepp­andi í kvenna­flokki, sem var að flytja sig úr keppn­is­flokkn­um fyr­ir neðan. Þetta verður fyrsta keppni Al­dís­ar Köru Bergs­dótt­ur frá SA en hún seg­ir nú skilið við glæsi­leg­an juni­or-fer­il með mörg­um Íslands­met­um ásamt því að vera fyrsti ís­lenski skaut­ar­inn sem vann sér inn keppn­is­rétt á heims­meist­ara­móti ung­linga og skilaði stiga- og sæt­is­meti á síðasta Norður­landa­móti.

Al­dís Kara mætti full eld­móðs í dag með þre­falt Salchow í sam­setn­ingu, tvö­föld­um axel og þreföldu toeloop og skilaði nýju Íslands­meti í stuttu pró­grammi í þess­um flokki með 40,93 stig en fyrra metið átti Júlía Grét­ars­dótt­ir frá ár­inu 2016. Gam­an verður að fylgj­ast með henni á morg­un í frjálsa pró­gramm­inu. Keppni hefst klukk­an 11:15 á morg­un í þess­um flokk­um en á und­an munu keppa barna­flokk­ar sem fá þátt­töku­verðlaun og per­sónu­lega end­ur­gjöf.

All­ir þess­ir kepp­end­ur keppa með frjálst pró­gramm á morg­un og þá munu úr­slit ráðast. Keppn­in hefst klukk­an 11:15 og hægt verður að fylgj­ast með streymi frá keppn­inni hér. 

Júlía Rós Viðarsdóttir, SA
Júlía Rós Viðars­dótt­ir, SA Haf­steinn Snær
Freydís Jóna Jing Bergsveinsdóttir, SA
Frey­dís Jóna Jing Berg­sveins­dótt­ir, SA Haf­steinn Snær
mbl.is

Staða og úrslit

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert

Staða og úrslit

Meira
L U J T Mörk +/- Stig
1 Ísland 4 4 0 0 129:97 32 8
2 Georgía 4 2 0 2 101:103 -2 4
3 Bosnía 4 1 0 3 95:104 -9 2
4 Grikkland 4 1 0 3 95:116 -21 2
16.03 Bosnía 20:22 Georgía
15.03 Ísland 33:21 Grikkland
13.03 Georgía 28:26 Bosnía
12.03 Grikkland 25:34 Ísland
10.11 Bosnía 23:22 Grikkland
10.11 Georgía 25:30 Ísland
06.11 Ísland 32:26 Bosnía
06.11 Grikkland 27:26 Georgía
07.05 18:00 Bosnía : Ísland
08.05 13:00 Georgía : Grikkland
11.05 16:00 Grikkland : Bosnía
11.05 16:00 Ísland : Georgía
urslit.net
Fleira áhugavert