Borðtennismeistarar Reykjavíkurleikanna

Nevena Tasic og Inga Darvis Rodriguez sigurvegarar í borðtennis 2021.
Nevena Tasic og Inga Darvis Rodriguez sigurvegarar í borðtennis 2021.

Keppt var í karla- og kvennaflokki í borðtennis á Reykjavíkurleikunum í dag en keppendur komu frá fjórum löndum. Mótið fór fram í TBR-íþróttahúsinu í Laugardal í umsjón borðtennisdeildar Víkings. 23 leikmenn léku í karlaflokki og 10 leikmenn í kvennaflokki og léku góðir gestir á mótinu frá Póllandi, Litháen, og Serbíu.

Í karlaflokki léku í undanúrslitum Íslandsmeistarinn Ingi Darvis Víkingi gegn Birgi Ívarssyni, BH. Leikar fóru þannig að Ingi Darvis sigraði örugglega 4 - 0 (11-5, 11-2, 11-7 og 11-6).

Í hinum undanúrslitaleiknum lék Magnús Gauti Úlafarsson, BH, gegn Magnúsi Hjartarsyni, Víkingi, leikar fóru þannig að Magnús Gauti sigraði 4 - 0 (11-8, 11-6, 11-6 og 14-12).

Úrslitaleikinn léku því Ingi Darvis, Víkingi, gegn Magnúsi Gauta, BH. Um hörkuleik og góðan úrslitaleik var að ræða þar sem Ingi Darvis sigraði 4 - 2 (11-7, 8-11, 11-6, 7-11, 11-4 og 11-7).

Í kvennaflokki léku í undanúrslitum Nevena Tasic, Víkingi, gegn Þóru Þórisdóttir, KR, þar sem Nevena sigraði örugglega 4 - 0 (11-1, 11-6, 11-3 og 11-3).

Í hinum undanúrslitaleiknum lék Íslandsmeistarinn Agnes Brynjarsdóttir, Víkingi, gegn Stellu Karen Kristjánsdóttir, Víkingi, þar sem Agnes sigraði 4 - 1 (11-7, 11-7, 11-7,4-11 og 11-8).

Úrslitaleikinn léku því Nevena Tasic, Víkingi, gegn Agnesi Brynjarsdóttur, Víkingi. Leikar fóru þannig að Nevena sigraði 4 - 0 (13-11, 11-6, 11-5 og 11-8).

Úrslitin í mótinu voru þannig:

Einliðaleikur karla:

  1. Ingi Darvis Rodriguez Víkingur
  2. Magnús Gauti Úlfarsson BH

3-4.  Magnús Hjartarson Víkingur

3-4.  Birgir Ívarsson BH

Einliðaleikur kvenna:

  1. Nevena Tasic Víkingur
  2. Agnes Brynjarsdóttir Víkingur

 3-4.  Þóra Þórisdóttir KR

 3-4.  Stella Karen Kristjándóttir Víkingur  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert